Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 13:05
Elvar Geir Magnússon
George Weah verður næsti forseti Líberíu
Weah er nýr forseti Líberíu.
Weah er nýr forseti Líberíu.
Mynd: Getty Images
George Weah, fyrrum besti fótboltamaður heims, verður að öllum líkindum staðfestur sem næsti forseti Líberíu á næstu dögum.

Líbería er lítið ríki á vesturströnd Afríku en þar fæddist Weah árið 1966. Hann fór í forsetaframboð og nú þegar búið er að loka kjörstöðum telja sérfræðingar að hann muni að öllum líkindum hljóta embættið.

Hann er eini Afríkumaðurinn sem hefur unnið gullknöttinn, Ballon d’Or.

Weah lék sem sóknarmaður með Paris Saint-Germain, AC Milan, Chelsea og Manchester City áður en hann snéri aftur til Frakklands og gekk í raðir Marseille.

Hann vann ítalska meistaratitilinn tvívegis með AC Milan og afrekaði það að verða markakóngur Meistaradeildarinnar 1995. Sama ár vann hann gullknöttinn.







Athugasemdir
banner
banner
banner