Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. desember 2017 22:28
Elvar Geir Magnússon
Ítalski bikarinn: Nítján ára hetja AC Milan gegn Inter
Patrick Cutrone fagnaði marki sínu með því að rífa sig úr treyjunni.
Patrick Cutrone fagnaði marki sínu með því að rífa sig úr treyjunni.
Mynd: Getty Images
AC Milan 1 - 0 Inter (eftir framlengingu)
1-0 Patrick Cutrone ('104)

Patrick Cutrone, nítján ára U21-landsliðsmaður Ítalíu, var hetja AC Milan sem vann 1-0 sigur gegn Inter í framlengdum leik í 8-liða úrslitum ítalska bikarsins. Cutrone kom inn sem varamaður og skoraði sigurmarkið í framlengingu.

AC Milan mun því mæta Lazio í undanúrslitum í tveggja leikja einvígi sem fram fer í janúar og febrúar.

Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, er meiddur og því var bróðir hans í markinu, hinn 27 ára Antonio Donnarumma sem lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir AC Milan.

Joao Mario, Suso, Ivan Perisic og Jack Bonaventura komust allir nálægt því að skora í venjulegum leiktíma en tókst ekki og því þurfti að grípa til framlengingar.

AC Milan, sem hefur átt erfitt tímabil í Seríu A, var klárlega betra liðið í framlengingunni og Cutrone fagnaði innilega þegar hann skoraði. Hann reif sig úr treyjunni og fékk fyrir það gult spjald.

Tveir leikir eru eftir í 8-liða úrslitum. Napoli mætir Atalanta 2. janúar og daginn eftir er áhugaverður grannaslagur Juventus og Torino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner