Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 27. desember 2017 15:22
Elvar Geir Magnússon
Mazzarri í viðræðum við Sevilla
Mazzarri.
Mazzarri.
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja frá því að Walter Mazzarri sé í viðræðum við Sevilla.

Félagið er í leit að nýjum þjálfara eftir að Eduardo Berizzo var rekinn þremur dögum fyrir jól, aðeins viku eftir að hann snéri aftur til starfa eftir krabbameinsaðgerð.

Íþróttastjóri Sevilla, Oscar Arias, flaug til Ítalíu og fundaði með Mazzarri í gær.

Þessi 56 ára stjóri hefur verið atvinnulaus síðan hann lét af störfum hjá Watford í ensku úrvalsdeildinni síðasta sumar.

Vincenzo Montella, Thomas Tuchel og Javi Garcia, fyrrum þjálfari Malaga, eru einnig sagðir á blaði hjá Sevilla en liðið er í fimmta sæti í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner
banner