Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 27. desember 2017 13:36
Elvar Geir Magnússon
Mutko hættir sem formaður undirbúningsnefndar HM
Mutko er sakaður um að hafa verið með puttana í lyfjasvindli rússneskra íþróttamanna.
Mutko er sakaður um að hafa verið með puttana í lyfjasvindli rússneskra íþróttamanna.
Mynd: Getty Images
Hinn afar umdeildi Vitaly Mutko segist ætla að stíga af stóli sem formaður undirbúningsnefndar HM í Rússlandi.

Mutko var íþróttamálaráðherra Rússlands þegar Ólympíuleikarnir í Sochi fóru fram árið 2014 en hann var fyrr í þessum mánuði dæmdur í lífstíðarbann frá afskiptum af Ólympíuleikum.

Lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna hefur mikið verið til umfjöllunar og Mutko sakaður um að bera mikla ábyrgð.

Mutko segir að annar háttsettur maður í skipulagsnefnd HM, Alexei Sorokin, muni taka formannssætið.

Þessar fréttir koma tveimur dögum eftir að Mutko tilkynnti það að hann myndi tímabundið stíga af stóli sem forseti rússneska knattspyrnusambandsins.
Athugasemdir
banner
banner