Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 12:47
Magnús Már Einarsson
Neymar telur að Ísland komi mest á óvart á HM
Neymar verður í eldlínunni með Brasilíu á HM næsta sumar.
Neymar verður í eldlínunni með Brasilíu á HM næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, tók fyrrum liðsfélaga sinn Neymar í skemmtilegt spjall á vefsíðunni The Players Tribune á dögunum.

Þar ræða þeir félagar meðal annars um íslenska landsliðið. Neymar, sem varð í sumar dýrasti leikmaður sögunnar, telur að íslenska landsliðið muni koma mest á óvart á HM í Rússlandi næsta sumar.

Hér að neðan má sjá spjall þeirra í lauslegri þýðingu.

Gerard Pique
Hvaða lið heldur þú að komi mest á óvart á HM?

Neymar
Mest á óvart á HM.....

Gerard Pique
Lið sem stendur sig vel, það þarf ekki endilega að vinna mótið.

Neymar
Já já,....en ... Ísland.

Gerard Pique
Ísland, ha? Ég ætlaði að segja það sama.

Neymar
Þú líka? Ég sá einn af leikjunum hjá þeim og þeir spiluðu vel. Mér leist vel á liðið. Þeir eiga eftir að koma á óvart ....fylgstu með.

Gerard Pique
Þeir komust á EM síðast.

Neymar
Já, já, fylgstu með.

Gerard Pique
Þetta er mjög sjaldgæft, fólksfjöldinn - þetta er land með mjög lítinn fólksfjölda.

Neymar
Já, já, það er mjög gott þegar þeir...

Gerard Pique
Fagnið sem þeir eru með..

Neymar
Já, já

Gerard Pique
Í lok leiks.

Neymar
Já, já, já.

Smelltu hér til að horfa á spjallið (Íslands umræðan byrjar á 14:35)
Athugasemdir
banner
banner
banner