Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 27. desember 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Shearer: Bókað að Real og Barca vilja fá Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer starfar í dag sem leikgreinandi í sjónvarpi.
Alan Shearer starfar í dag sem leikgreinandi í sjónvarpi.
Mynd: Getty Images
Það er klárt mál að spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona munu reyna að fá Harry Kane, sóknarmann Tottenham. Þetta segir fyrrum markahrókurinn Alan Shearer.

Shearer segir að það þýði þó ekki að Kane muni endilega yfirgefa Tottenham.

Kane er 24 ára og bætti met Shearer yfir úrvalsdeildarmörk á almanaksári þegar hann skoraði þrennu í 5-2 sigri Tottenham gegn Southampton í gær.

„Það er óhjákvæmlegt að þeir (Real og Barca) muni hringja eða spyrjast fyrir um leikmanninn. Hann er það góður leikmaður og skorar hvar sem hann spilar. Hann myndi finna sig í stærstu félögum heims," segir Sherar sem raðaði inn mörkum fyrir Newcastle á sínum tíma.

Á tíu árum sínum hjá Newcastle vann Shearer engan titil þó hann sé markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 260 mörk.

„Ef Tottenham vinnur bikara þá er þetta hans félag. Það setur hann í erfiða stöðu ef Tottenham verður ekki búið að vinna titil eftir tvö eða þrjú ár og hans frammistaða helst eins. Ég er pottþéttur á því að stóru strákanir munu hringja," segir Shearer um Kane.

Áður en hann festi sig í sessi hjá Tottenham þá var Kane á láni hjá Leyton Orient, Millwall og Leicester og átti lánsdvöl hjá Norwich í ensku úrvalsdeildinni án þess að ná að skora mark.

„Hann hefur þurft að fara erfiðu leiðina. Þessi reynsla gerir hann að þeim leikmanni sem hann er í dag. Hann hefur ekkert fengið á silfurfati. Hann hefur mikið lagt á sig og er að fá verðlaun fyrir það núna. Hann er jarðbundinn og tekur engu sem vísu og ég virði hann svo fyrir það."

Shearer telur að Kane sé fær um að taka rétta ákvörðun á sínum ferli.

„Hann virðist hafa mikið sjálfsöryggi. Hann er ekki að fara að láta ýta sér út í eitt né neitt. Hann gerir það sem hann vill gera og það sem fjölskylda hans vill gera," segir Shearer.
Athugasemdir
banner
banner