Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 12:25
Elvar Geir Magnússon
Tíu umræðupunktar eftir leiki gærdagsins í enska
Coutinho er fyrirmyndar atvinnumaður.
Coutinho er fyrirmyndar atvinnumaður.
Mynd: GettyImages
Zlatan fann sig engan veginn.
Zlatan fann sig engan veginn.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam gerir flotta hluti.
Stóri Sam gerir flotta hluti.
Mynd: Getty Images
Arnautovic er farinn að finna sig.
Arnautovic er farinn að finna sig.
Mynd: Getty Images
Bætir sig á Englandi.
Bætir sig á Englandi.
Mynd: Getty Images
Það var jólastemning í gær, á öðrum degi jóla, í ensku úrvalsdeildinni. Átta leikir voru á dagskránni. Manchester United gerði 2-2 jafntefli gegn Burnley eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Harry Kane skoraði þrennu í 5-2 sigri Tottenham gegn Southampton og þá vann Chelsea sigur gegn Brighton og Liverpool rúllaði yfir Swansea.

Mirror tók saman tíu umræðupunkta eftir leikina í gær.

1. Swansea þarf nauðsynlega að fá inn nýjan stjóra sem fyrst
Breytingin sem hefur orðið á Crystal Palace eftir ráðningu Roy Hodgson sýnir að ekkert er ómögulegt í enska boltanum. Swansea gæti þó verið undantekning á þessari kenningu. Leikmannahópnum skortir bæði gæði og breidd.

Leon Britton er ekki svarið við stjórakrísu Swansea. Búið er að ráða marga af augljósu kostunum annað svo stjórn félagsins þarf að sýna hugmyndaflug við ráðningu á nýjum stjóra. Það þarf líka að bregðast við sem fyrst.

2. Coutinho er fyrirmyndar atvinnumaður
Coutinho hjá Liverpool og Alexis Sanchez hjá Arsenal vildu báðir skipta um félög síðasta sumar. Þeir fóru ekkert leynt með sinn vilja. Á meðan Sanchez er oft týndur er Coutinho að skila frábærri frammistöðu.

Hann spilar með bros á andlitinu, leggur sig allan fram og skorar frábær mörk. Hann vill klárlega enn fara til Barcelona en meðan hann klæðist treyju Liverpool sýnir hann henni virðingu.

3. Mourinho tapaði á að veðja á Zlatan
Fyrir leikinn gegn Burnley sagði Mourinho að Zlatan Ibrahimovic væri tilbúinn að byrja leiki. En það var ljóst að Svíinn er enn ryðgaður eftir sjö mánaða fjarveru.

Mourinho byrjaði með Zlatan og Romelu Lukaku saman í fyrsta sinn en þurfti að kyngja stoltinu í hálfleik og tók þann fyrrnefnda af velli.

Áhyggjuefnið er hvort Zlatan verði aftur samur eftir að hafa orðið fyrir meiðslum sem ógnuðu ferli hans, 35 ára.

4. Liðsframmistaða Burnley heldur áfram að skila
Lið Sean Dyche hefur komið mest á óvart á tímabilinu og er skyndilega í Evrópubaráttu. Þeir sýndu vel gegn Manchester United hvert einkenni liðsins er. Skipulag, liðsheild og vinnuframlag sem fá önnur lið í deildinni geta státað sig af.

Bæði mörk liðsins komu úr föstum leikatriðum og liðið sýndi hver er ástæðan fyrir stöðunni í deildinni.

5. Bakayoko sýndi hvað hann getur
Aftur fengum við að sjá hvað Tiemoue Bakayoko getur fært Chelsea. Með N'Golo Kante og Cesc Fabregas með sér á miðjunni gat Bakayoko sýnt hvað hann er öflugur íþróttamaður. Hann gat tekið þátt í sóknarleiknum og stutt við fremstu menn.

Hann átti alls ekki fullkominn leik í sigrinum gegn Brighton, spilið mátti vera betra og leikmaðurinn þarf að fara að finna sig enn betur í búningnum bláa.

6. Everton sýnir öryggi undir Stóra Sam
Markalausi leikur Everton gegn West Brom fer ekki í sögubækurnar en Everton hefur farið í gegnum sex deildarleiki án þess að tapa eftir að Sam Allardyce var ráðinn. Varnarleikur liðsins hefur sérstaklega batnað. Á Hawthorns hélt Everton markinu hreinu í fjórða sinn í sex leikjum.

7. Harry Kane hættulegri en nokkru sinni
Harry Kane verður betri og betri. Hann hefur unnið gullskóinn tvö síðustu tímabil og setti met yfir fjölda úrvalsdeildarmarka á almanaksári þegar Tottenham vann 5-2 sigur gegn Southampton á Wembley. Hann skoraði þrennu og er kominn með 39 mörk í 36 leikjum 2017.

8. Arnautovic heldur áfram að skila
West Ham er rétt fyrir ofan fallsætin en liðið gerði 3-3 jafntefli gegn Bournemouth í fallbaráttuslag. Hamrarnir geta pirrað sig á því að hafa fengið jöfnunarmark á sig í blálokin.

Það er þó jákvætt hvernig Marko Arnautovic er farinn að finna dig og virðist hann vera orðinn nauðsynlegur fyrir vonir David Moyes og lærisveina. Austurríkismaðurinn var gagnrýndur fyrr á tímabilinu en skoraði tvö í gær og er kominn með fimm mörk í síðustu fimm leikjum.

9. Madley skortir stöðugleika
Robert Madley dæmdi leik West Ham og Bournemouth og gerði fjölda mistaka. Hann er mikils metinn meðal dómarayfirvalda á Englandi en skortir stöðugleika og var lélegur í leiknum í gær.

10. Salah bætir sig á Englandi
Þegar Liverpool keypti Salah voru margir sem töldu að hann gæti ekki haldið sama flugi og hann átti á Ítalíu því enska úrvalsdeildin væri erfiðari. Annað hefur komið á daginn og Salah virðist verða betri með hverjum leiknum.

Salah hefur þegar jafnað markafjölda sinn frá síðasta tímabili (15) og það er hálft tímabil eftir. Hann fór illa með vörn Swansea í gær og lagði upp fyrir Coutinho og Firmino.
Athugasemdir
banner
banner