Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. desember 2017 10:55
Elvar Geir Magnússon
Vilja ekki frjósa aftur gegn Íslandi
Úr frægum leik Englands og Íslands í Nice.
Úr frægum leik Englands og Íslands í Nice.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pete Sturgess hjá enska knattspyrnusambandinu vinnur við það að undirbúa landsliðsmenn framtíðarinnar undir þá andlegu pressu og álag sem fylgir því að spila fyrir England.

Enska landsliðið hefur þann stimpil að standa ekki undir væntingum á stóra sviðinu og er tapið gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 ofarlega í huga þjóðarinnar.

„Það hefur verið talað um að enskir leikmenn séu ekki eins tæknilega góðir og leikmenn í löndum sem við viljum bera okkur saman við. Ég tel að það hafi breyst núna. Það sést á krökkum sem eru yngri en níu ára gamlir. Við eigum kynslóð af leikmönnum sem eru ekki tæknilega slakari en aðrir," segir Sturgess í viðtali við Guardian.

Blaðamaðurinn Paul MacInnes tekur viðtalið og er fyrirsögnin „Frjósum ekki aftur gegn Íslandi". Þar vitnar hann í umræddan leik sumarið 2016 þar sem margir telja að andlegt hrun hafi orðið hjá enska landsliðinu.

„Ég sá leikinn og sem stuðningsmaður hefur maður auðvitað skoðun," segir Sturgess. „Ég get sagt það ef andlegan styrk vantaði í þeim leik þá erum við að reyna fullt af hlutum til að leysa betur úr svona aðstæðum. Ég veit að þetta er pólitískt svar."

Smelltu hér til að lesa greinina í heild sinni á Guardian
Athugasemdir
banner
banner