Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 27. desember 2017 11:31
Elvar Geir Magnússon
Wenger brosti þegar hann var spurður út í ummæli Mourinho
Mourinho og Wenger.
Mourinho og Wenger.
Mynd: Getty Images
Eftir jafntefli Manchester United gegn Burnley í gær sagði Jose Mourinho að þær 300 milljónir punda sem hann hefði fengið í að styrkja liðið hafi einfaldlega ekki verið nóg til að geta keppt við Manchester City.

„Við erum á öðru ári að reyna byggja upp fótboltalið sem að við vitum að er ekki eitt af bestu liðum í heimi enn sem komið er. Manchester City kaupir bakverði á verði fyrir framherja svo þegar maður talar um stórt félag þá er maður að tala um lið með mikla sögu," sagði Mourinho.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, brosti þegar hann var spurður út í þessi ummæli kollega síns.

„Ég er búinn að vera í þeirri stöðu í 21 ár að hafa minni pening en keppinautarnir svo ekki ætla ég að byrja á því að kvarta núna. Það hafa alltaf verið þrjú til fjögur ríkari félög en við. Ég hef lært að venjast því. Það þarf bara að finna aðrar leiðir til að njóta velgengni," sagði Wenger.
Athugasemdir
banner
banner