Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. desember 2019 18:50
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Wolves og Man City: Aguero byrjar
Sergio Aguero byrjar gegn Wolves.
Sergio Aguero byrjar gegn Wolves.
Mynd: Getty Images
Jimenez er á sínum stað í byrjunarliði Úlfanna.
Jimenez er á sínum stað í byrjunarliði Úlfanna.
Mynd: Getty Images
Lokaleikur 19. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar fer fram í kvöld, í gær fóru fram níu leikir og umferðinni lýkur með leik Wolves og Manchester City.

Flautað verður til leiks á Molineux klukkan 19:45.

Bæði þessi lið unnu í síðustu umferð, Wolves heimsótti Norwich og hafði þar betur 1-2. Manchester City fékk Leicester City í heimsókn og sigraði 3-1.

Wolves getur með sigri í kvöld farið úr 8. sæti í það fimmta, þeir færu þá upp fyrir Manchester United, Sheffield United og Tottenham.

Manchester City getur skellt sér í 2. sætið sigri þeir í kvöld, þeir eru einu stig á eftir Leicester City, jafntefli myndi einnig duga þeim til þess að fara í 2. sætið.

Aguero var ekki í byrjunarliðinu gegn Leicester en hann kemur inn í liðið, Jesus er ekki í leikmannahópi Englandsmeistaranna í dag. Rodrigo kemur inn í liðið fyrir Gundogan.

Hér að neðan má sjá byrjunarliðin.

Wolves: Patricio, Dendoncker, Coady, Saiss, Doherty, Neves, Moutinho, Jonny, Traore, Jimenez, Jota.

Varamenn: Ruddy, Vallejo, Bennett, Neto, Cutrone, Vinagre, Kilman.

Man. City: Ederson, Walker, Fernandinho, Otamendi, Mendy, De Bruyne, Rodrigo, B Silva, Mahrez, Aguero, Sterling.

Varamenn: Bravo, Gundogan, Zinchenko, Angelino, Cancelo, Foden, Garcia.
Athugasemdir
banner
banner