Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 27. desember 2019 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Coleman um Ancelotti: Þegar hann talar þá hlustar maður
Carlo Ancelotti er vinsæll hjá Everton.
Carlo Ancelotti er vinsæll hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti stýrði Everton í fyrsta skipti í gær þegar Burnley kom í heimsókn. Ancelotti og lærisveinar hans náðu þar í þrjú stig með 1-0 sigri þar sem Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmarkið.

Seamus Coleman leikmaður Everton er mjög ánægður með nýja stjóra félagsins.

„Þegar hann talar þá hlustar maður, þegar hann gengur inn þá lítur maður upp," sagði Coleman.

„Hann gerði nokkrar breytingar fyrir leikinn og ég held að þessi frammistaða hafi verðskuldað þrjú stig."

„Ég sem leikmaður hlusta og læri af hverjum stjóra sem ég vinn með og ber mikla virðingu fyrir þeim. En það sem hann hefur gert sem knattspyrnustjóri er magnað, við sem félag ættum að vera stolt af því að hann sé hjá okkur. Það er frábært að fá að læra af þeim bestu, vonandi kemur hann okkur aftur á rétta braut," sagði Coleman að lokum um Ancelotti.
Athugasemdir
banner
banner