fös 27. desember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Guardiola ætlar ekki að kaupa mann í stað David Silva
David Silva fer frá Manchester City í sumar.
David Silva fer frá Manchester City í sumar.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar ekki að kaupa leikmann til að fylla skarð David Silva þegar Spánverjinn yfirgefur félagið næsta sumar.

Hinn 33 ára gamli Silva hefur verið lykilmaður hjá City en tíu ára dvöl hans hjá félaginu lýkur næsta sumar.

„Ég held að við gerum ekkert í þessari stöðu. Ég held að við kaupum engan," sagði Guardiola.

„Kannski skipti ég um skoðun, það veltur á næstu sex mánuðum, en ég er með annað í forgang og ég held að ég kaupi ekki mann þarna því ég er með nóg af mönnum."

„"Bernardo [Silva] getur spilað þarna, Phil [Foden] er þarna, við höfum [Ilkay] Gundogan, við höfum Kevin [De Bruyne], svo ég held að við gerum ekkert í þessari stöðu. Við sjáum til í lok tímabils."

Athugasemdir
banner
banner
banner