Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 27. desember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Gunnar Birgis spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Arteta nær í fyrsta sigurinn með Arsenal samkvæmt spá Gunnars.
Arteta nær í fyrsta sigurinn með Arsenal samkvæmt spá Gunnars.
Mynd: Getty Images
Liverpool vinnur Manchester City samkvæmt spá Gunnars.
Liverpool vinnur Manchester City samkvæmt spá Gunnars.
Mynd: Getty Images
Það er leikið þétt í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana og ný umferð hefst strax á morgun.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og sérfræðingur í Innkastinu á Fótbolta.net, spáir í leikina að þessu sinni.



Brighton 0 - 0 Bournemouth (12:30 á morgun)
Væri til í að vita hverjum fannst það góð hugmynd að gera þetta að hádegisleik milli jóla og nýárs. Þessi verður steindauður 0-0 eins og þeir gerast verstir.

Newcastle United 2 - 1 Everton (15:00 á morgun)
Newcastle elskar St.James Park. Mark frá Joelinton í lokin tryggir dramatísk þrjú stig.

Southampton 0 - 2 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Palace vinnur mjög þægilegan sigur. Væri ekki verra fyrir fantasy hjá mér ef Milivojevic myndi setja bæði.

Watford 0 - 1 Aston Villa (15:00 á morgun)
Mikið ofboðslega sem ég er þakklátur fyrir að vera staddur á Firmamóti Aftureldingar en ekki fyrir framan sjónvarpið þennan laugardaginn. Villi félagi minn heldur með Aston Villa og er svona nánast búinn að heilaþvo mig um að þeir geti eitthvað, 0-1 sigur og allir sáttir.

Norwich 3 - 1 Tottenham (15:00 á morgun)
Norwich menn eru gríðarlega erfiðir við að eiga þessa dagana. Tottenham fatast flugið og verður þetta upprúllun af gamla skólanum.

West Ham 2 - 2 Leicester City (17:30 á morgun)
West Ham menn eins og Tommi Steindórs verða sáttir við stig þegar þeir fá dýrvitlausa Leicester menn í heimsókn. Komast 2-0 yfir, það er alvöru skellur að tapa því niður.

Burnley 2 - 1 Man.Utd (19:45 á morgun)
Sá Jóhann Berg koma inná í síðasta leik og hann virkaði sprækur. Guð blessi United menn.

Arsenal 4 - 1 Chelsea (14:00 á sunnudag)
Ótrúlegt að sjá Özil í síðasta leik þegar hann fékk að spila sinn bolta, leiðin liggur upp á við fyrir ArtetaArmy og liðið að spila miklu betri bolta. Lampard hefði betur haldið sig heima undir teppi, Arsenal hesthúsar Chelsea á venjulegum degi.

Liverpool 3 - 1 Wolves (16:30 á sunnudag)
Ætlaði að vera voða sniðugur og setja X á þennan. En það verða svo sannarlega ekki Úlfarnir sem kippa Liverpool mönnum niður á jörðina.

Manchester City 3 - 0 Sheffield Utd (18:00 á sunnudag)
Skyldusigur fyrir City, eftir leik fara liðsmenn City úr treyjunum og sýna innanundirbolina, þar er mynd af Arteta og honum þakkað fyrir vel unnin störf. Kevin de Bruyne á erfiðan dag og er tekinn útaf í hálfleik.

Sjá fyrri spámenn:
Aron Einar Gunnarsson (7 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (6 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (6 réttir)
Egill Gillz Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Sóli Hólm (5 réttir)
Albert Brynjar Ingason (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Ágúst Gylfason (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (4 réttir)
Þórður Ingason (4 réttir)
Sigurður Laufdal Haraldsson (3 réttir)
Guðmundur Benediktsson (3 réttir)
Ingibjörg Sigurðardóttir (3 réttir)
Sveinn Ólafur Gunnarsson (3 réttir)
Árni Vilhjálmsson (2 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner