Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 27. desember 2019 10:06
Magnús Már Einarsson
Liverpool kallar miðvörð til baka úr láni
Nat Phillips í leik með varaliði Liverpool.
Nat Phillips í leik með varaliði Liverpool.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur kallað miðvörðinn Nat Phillips til baka úr láni frá Stuttgart í Þýskalandi.

Stuttgart er í 3. sæti í þýsku B-deildinni en Nat hefur leikið níu leiki með liðinu á tímabilinu.

Dejan Lovren og Joel Matip eru báðir á meiðslalistanum í auganblikinu og því hefur Jurgen Klopp ákveðið að kalla hinn 22 ára gamla Phillips til baka úr láni.

Joe Gomez og Virgil van Dijk voru miðverðir gegn Leicester í gær en á dögunum þurfti miðjumaðurinn Jordan Henderson að spila í hjarta varnarinnar þegar Van Dijk var veikur.

Phillips fær leikheimild með Liverpool 1. janúar og gæti því verið í leikmannahópnum gegn Everton í enska bikarnum 5. janúar.
Athugasemdir
banner