Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. desember 2019 11:33
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig í viðræðum við Trabzonspor
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson er í viðræum við Trabzonspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Tyrkneska dagsblaðið Takvim segir frá þessu en Íslendingavaktin greindi fyrst frá á Íslandi.

Hinn 33 ára gamli Ragnar rifti samn­ingi sín­um við rússneska úrvalsdeildarliðið Rostov í þessari viku og getur því samið við nýtt félag í janúar.

Ragn­ar kom til Rostov frá Ful­ham árið 2018 og lék 53 leiki með rússneska liðinu og var fyr­irliði þess á þessari leiktíð.

Viðræðum Ragnars og Trabzonspor miðar vel áfram samkvæmt Takvim, en um er að ræða eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Trabzonspor er í 3. sæti í Tyrklandi, fimm stigum á eftir toppliði Sivasspor. Á meðal leikmanna félagsins er nígeríski miðjumaðurinn John Obi Mikel.

Ragnar hefur skorað fimm mörk í 94 landsleikjum með Íslandi en tvö af þessum mörkum komu gegn Tyrkjum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner