Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. desember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Alexander-Arnold spilar bakvörð sem miðjumaður
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hrósaði Trent Alexander-Arnold hægri bakverði Liverpool í hástert eftir leik liðanna í gærkvöldi.

Alexander-Arnold lagði upp tvö mörk og skoraði eitt í 4-0 sigri Liverpool. Alexander-Arnold er 21 árs en hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool undir stjórn Rodgers árið 2015.

„Að mínu mati spilar hann bakvörð sem miðjumaður. Sendingar hans eru framúrskarandi og hann var miðjumaður þegar hann var yngri," sagði Rodgers eftir leik.

„Hann hefur hæfileika og meiri reynslu núna. Hann hefur verið ótrúlegur fyrir Jurgen (Klopp)."

„Trent er hægri bakvörður numer eitt hjá Englandi og hann er að spila af miklum stöðugleika á meðal þeirra bestu."

Athugasemdir
banner
banner