Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 27. desember 2019 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Scholes: Merkilegra að vinna badminton mót en HM félagsliða
Paul Scholes.
Paul Scholes.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes fyrrum leikmaður Manchester United virðist ekki vera mikill aðdáandi Heimsmeistararkeppni félagsliða, Liverpool vann þessa keppni fyrr í þessum mánuði.

Paul Scholes vann keppnina með Manchester United árið 2008, hann segir að þessi keppni hafi aldrei skipt hann miklu máli.

„Þegar þú ert kominn alla leið í úrslitaleikinn þá viltu auðvitað vinna keppnina, þetta var aldrei keppni sem við þráðum að vinna."

„Ef einhver myndi spyrja mig núna hvaða titla ég hef unnið í gegnum árin þá held ég að ég myndi ekki nefna HM félagsliða. Ég er ekkert að reyna vera fyndinn með því að segja þetta, ég held að þetta sé svona hjá mörgum sem hafa unnið keppnina," sagði Scholes.

„Þetta er kannski einn af þessum titlum sem maður lærir að meta meira með árunum. Liverpool menn voru virkilega ánægðir með þetta og munu kannski telja þetta með, þegar við vorum í þessari keppni tókum við þessu aldrei mjög alvarlega."

Scholes var að lokum spurður hvort honum þætti merkilegra að vinna badminton mót með félaginu sínu eða HM félagsliða.

„Badminton mót," sagði Scholes.
Athugasemdir
banner
banner