fös 27. desember 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Getum ekki spilað eins og City
Mynd: Getty Images
Manchester United vann Newcastle örugglega 4-1 í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Þetta var einungis annar sigur Manchester United á tímabilinu þar sem liðið er meira með boltann. United hefur gengið illa að nýta sér það að vera meira með boltann í leikjum hingað til.

„Við getum ekki spilað tippy-tappy fótbotla. Við getum í augnablikinu ekki spilað eins og City," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.

Það er skammt stórra högga á milli í enska boltanum þessa dagana en Manchester United mætir Burnley annað kvöld.

„Meðalaldurinn á byrjunarliðinu okkar gegn Newcastle var 23 ára. Það gerir okkur auðveldara fyrir til að ná endurheimt fyrir leikinn gegn Burnley," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner