Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. desember 2019 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vildu ekki segja nafn Mesut Özil
Özil hefur vakið reiði í Kína.
Özil hefur vakið reiði í Kína.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnulýsendur í Kína neituðu að segja nafn Þjóðverjans Mesut Özil í útsendingu frá 1-1 jafntefli Arsenal gegn Bournemouth í gær, á öðrum degi jóla.

Özil vakti mikla reiði í Kína á dögunum þegar hann tjáði sig á Instagram og gagnrýndi ofsóknir kínverska ríkisins gagnvart Uighur-þjóðflokknum í norðvestur-hluta Xinjiang svæðisins. Hann gangrýndi múslima fyrir að gera ekki meira í ofsóknunum.

Arsenal, félag Özil, hefur viljað halda sig fjarri þessari gagnrýni hans. Í tilkynningu frá félaginu sagði að félagið vildi ekki tjá sig um pólítik.

Um 10 milljónir Uighur-meðlima búa í Xinjiang. Í gögnum kínverskra stjórnvalda, sem var lekið, sýna hvernig Uighur-meðlimir hafa verið heilaþvegnir í búðum sem eru raun fangabúðir í Xinjiang-héraðinu.

Özil var kominn með nóg af aðgerðaleysi í málinu og tjáði sig því um það á samfélagsmiðlum. Eins og áður segir þá vakti það mikla reiði í Kína. Daily Mail segir frá því að utanríkisráðuneytið í Kína hafi boðið Özil að koma til landsins og skoða aðstæður.

Özil var meðal annars kippt úr PES tölvuleiknum í Kína og voru leikir Arsenal teknir úr sjónvarpi í Kína, en þeir eru núna komnir aftur á dagskrá hjá streymisveitunni PPTV.

Lýsendurnir neita hins vegar að tala um Özil eða segja hans nafn. Þegar byrjunarliðin voru lesin upp í leiknum í gær voru öll nöfnin lesin upp nema nafn Özil. Þá var ekkert minnst á hann á meðan leiknum stóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner