Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 27. desember 2019 23:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Zaha er klárlega 80 milljóna punda virði"
Wilfried Zaha.
Wilfried Zaha.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha leikmaður Crystal Palace er oft orðaður við brottför frá félaginu, hann hefur verið orðaður við félög eins og Arsenal og Chelsea en ekkert hefur orðið af félagaskiptum enn sem komið er.

Sparkspekingurinn John Salako sem lék með Crystal Palace á árunum 1986-1995 telur Zaha vera um 80 milljóna punda virði.

„Ég er búinn að vera hugsa það ef ég setti mig í spor þjálfara hversu mikið ég væri tilbúinn til að borga fyrir Zaha, félagaskiptamarkaðurinn er auðvitað fáránlegur," sagði Salako og bætti við.

„Ég held að hann sé klárlega 70 til 80 milljóna punda virði, það er engin spurning. Hann er á besta aldri og ef hann færi gæti hann skilað fjórum, fimm eða jafnvel sex góðum árum fyrir liðið sem hann færi til."

Zaha er lykilmaður í Crystal Palace liðinu, þeir heimsækja Southampton á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner