Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. desember 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Laurentiis: Pirlo ætti að leyfa hæfari mönnum að tjá sig
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, er búinn að tjá sig eftir að hafa heyrt ummæli Andrea Pirlo, þjálfara Juventus, um deilumál í ítalska boltanum eftir að Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus í haust.

Napoli fékk eitt mínusstig og dæmt 3-0 tap gegn fyrir að hafa ekki ferðast í útileikinn eftir að upp komst um tvö Covid smit í leikmannahópnum. Liðið ferðaðist ekki vegna ótta um að smitið myndi dreifast hratt líkt og gerðist hjá Genoa skömmu fyrr.

Eftir mikla baráttu tókst Napoli að fá refsinguna fellda niður og verður stórleikurinn spilaður eftir áramót. Pirlo tjáði sig um málið og ýjaði að því að Napoli hefði hæglega getað mætt til leiks gegn Juve. De Laurentiis tók ekki vel í þessi ummæli Pirlo og lét hann heyra það.

„Pirlo er ekki lögfræðingur, hann skilur ekki ákveðna hluti og hefur ekki hugmynd um hvað er að baki þessu máli. Pirlo ætti að einbeita sér að þjálfun og leyfa hæfari mönnum að tjá sig um svona hluti," sagði pirraður De Laurentiis í útvarpsviðtali.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner