Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. desember 2020 17:15
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Kalvin Phillips bestur
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips var besti maður vallarins er Leeds United lagði Burnley að velli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Phillips er miðjumaður að upplagi en spilaði í miðverði í fjarveru Liam Cooper fyrirliða.

Phillips fékk 8 fyrir sinn þátt í einkunnagjöf Sky Sports og var eini leikmaður vallarins með svo háa einkunn.

West Ham og Brighton gerðu svo 2-2 jafntefli í næsta leik en Sky á eftir að gefa einkunnir. Því tökum við samræmdar einkunnir frá öðrum miðlum.

Í þeirri viðureign var Ben Johnson besti leikmaður West Ham ásamt varamönnunum Andriy Yarmolenko og Manuel Lanzini.

Lewis Dunk, Solly March og Neal Maupay voru bestir í liði Brighton.

Leeds: Meslier (7), Dallas (6), Ayling (7), Phillips (8), Struijk (7), Alioski (7), Raphinha (7), Rodrigo (6), Klich (6), Harrison (7), Bamford (7).
Varamenn: Hernandez (6), Shackleton (6), Poveda (6).

Burnley: Pope (6), Lowton (6), Tarkowski (5), Mee (5), Taylor (6), Benson (6), Brownhill (7), Westwood (7), Pieters (6), Barnes (7), Wood (6).
Varamenn: Stephens (6), Rodriguez (6).



West Ham: Fabianski (6), Balbuena (6), Ogbonna (6), Cresswell (6), Coufal (6), Soucek (6), Noble (5), Rice (6), Johnson (7), Bowen (5), Haller (5)
Varamenn: Lanzini (7), Yarmolenko (7)

Brighton: Sanchez (6), White (6), Dunk (7), Webster (6), Burn (6), March (7), Bissouma (6), Lallana (6), Trossard (6), Welbeck (6), Maupay (7)
Varamenn: Alzate (6), Gross (5)
Athugasemdir
banner
banner