Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. desember 2020 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Eins og að horfa á málningu þorna"
Jose Mourinho fær gagnrýni fyrir leikstíl sinn.
Jose Mourinho fær gagnrýni fyrir leikstíl sinn.
Mynd: Getty Images
Tottenham hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir leikstíl sinn að undanförnu.

Í kvöld gerði liðið jafntefli við Wolves eftir að hafa leitt frá fyrstu mínútu. Tanguy Ndombele kom Tottenham yfir á fyrstu mínútu leiksins en Tottenham lagðist nokkuð til baka eftir það og náðu Úlfarnir að jafna á 86. mínútu.

„Tanguy Ndombele átti góðan leik þegar hann var með orku. Ég vildi ekki að við myndum sitja aftarlega á vellinum. Ég setti Bergwijn inn á fyrir Reguilon og ferskan Lamela inn á fyrir þreyttan Son. Að verjast djúpt, það er ekki ætlun mín. Þeir vita hvað ég bað um í hálfleik, ef þeir gátu það ekki þá er það vegna þess að þeir gátu ekki betur," sagði Mourinho eftir leikinn.

Tottenham lagðist til baka og fótboltinn sem liðið hefur verið að bjóða upp á er ekki mjög skemmtilegur. Simon Jordan, fyrrum stjórnarformaður Crystal Palace, skaut fast á leikstíl Tottenham á Twitter í kvöld.

„Ég veit að það er aðalmálið að ná í stig. Ég er mikill aðdáandi Mourinho, en að horfa á Tottenham er eins og að horfa á málningu þorna," skrifaði Jordan.


Athugasemdir
banner
banner
banner