Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. desember 2020 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Dramatískt jafntefli í lokaleik dagsins
Saiss fagnar marki sínu.
Saiss fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Wolves 1 - 1 Tottenham
0-1 Tanguy Ndombele ('1 )
1-1 Romain Saiss ('86 )

Úlfarnir gerðu dramatískt jafntefli við Tottenham í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombele kom Tottenham yfir strax eftir 58 sekúndur með skoti fyrir utan teig.

Tottenham varðist mjög vel eftir markið og var staðan 1-0 í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks vildu heimamenn fá vítaspyrnu en ekkert var dæmt.

Wolves sótti meira í seinni hálfleiknum en Tottenham varðist lengi vel - svona oft eins og lið Jose Mourinho gera. Þegar það var farið að líta út eins og Tottenham myndi sigla 1-0 sigri heim, þá kom jöfnunarmarkið. Það gerði Romain Saiss eftir hornspyrnu. Verðskuldað mark fyrir lærisveina Nuno Espirito Santo en Tottenham lagðist aftarlega á völlinn í seinni hálfleiknum.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur í Wolverhampton 1-1. Tottenham er í fimmta sæti með 26 stig og Úlfarnir í 11. sæti með 21 stig.

Önnur úrslit í dag:
England: Leeds heppnir að vinna gegn Burnley
England: Fjögurra marka jafntefli hjá West Ham og Brighton
England: West Brom fyrst til að taka stig gegn Liverpool á Anfield
Athugasemdir
banner
banner
banner