Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. desember 2020 16:10
Ívan Guðjón Baldursson
England: Fjögurra marka jafntefli hjá West Ham og Brighton
Soucek er kominn með 4 mörk í síðustu 8 úrvalsdeildarleikjum.
Soucek er kominn með 4 mörk í síðustu 8 úrvalsdeildarleikjum.
Mynd: Getty Images
West Ham 2 - 2 Brighton
0-1 Neal Maupay ('44)
1-1 Ben Johnson ('60)
1-2 Lewis Dunk ('70)
2-2 Tomas Soucek ('82)

West Ham tók á móti Brighton í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og voru gestirnir mun betri í fyrri hálfleik.

Leikmenn Brighton virkuðu sprækari og verðskulduðu að komast yfir þegar Neal Maupay kom knettinum í netið rétt fyrir leikhlé.

Hamrarnir mættu grimmari til leiks í síðari hálfleik og voru betri. Yfirburðirnir skiluðu sér þegar Ben Johnson jafnaði með laglegu skoti eftir góðan undirbúning frá Manuel Lanzini.

Tíu mínútum síðar voru gestirnir frá Brighton komnir yfir á nýjan leik þegar Lewis Dunk skoraði eftir hornspyrnu. Það leið þó ekki á löngu þar til Tomas Soucek jafnaði á nýjan leik, eftir aðra hornspyrnu.

Meira var ekki skorað og niðurstaðan nokkuð sanngjarnt 2-2 jafntefli. Hamrarnir eru um miðja deild með 22 stig eftir 15 umferðir. Brighton er með 13 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner