sun 27. desember 2020 18:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: West Brom fyrst til að taka stig gegn Liverpool á Anfield
West Brom fagnar jöfnunarmarki sínu.
West Brom fagnar jöfnunarmarki sínu.
Mynd: Getty Images
Allardyce er búinn að ná í sitt fyrsta stig sem stjóri West Brom.
Allardyce er búinn að ná í sitt fyrsta stig sem stjóri West Brom.
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 1 West Brom
1-0 Sadio Mane ('12 )
1-1 Semi Ajayi ('82 )

Lærisveinar Sam Allardyce gerðu sér lítið fyrir og náðu í stig gegn Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru fyrsta útiliðið sem sækir stig á Anfield á leiktíðinni.

West Brom lagðist vel til baka og leyfði Liverpool að halda boltanum. Það byrjaði ekki vel fyrir gestina þegar Sadio Mane skoraði strax á tólftu mínútu eftir sendingu frá Joel Matip.



Staðan var 1-0 í hálfleik, en Liverpool gekk illa að skapa sér færi þrátt fyrir að liðið héldi boltanum vel. Í byrjun seinni hálfleiks fór varnarmaðurinn Joel Matip meiddur af velli og vandræði Liverpool með meiðsli miðvarða halda áfram.

Liverpool hélt boltanum en var ekki að skapa sér mikið. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór West Brom að ógna marki Liverpool. Alisson varði tvisvar frá sóknarmanninum Karlan Grant, en á 82. mínútu skoraði miðvörðurinn Semi Ajayi og jafnaði metin. Markið kom eftir hornspyrnu.

Roberto Firmino fékk dauðafæri til að tryggja sigur Liverpool en Sam Johnstone varði skalla hans. Johnstone búinn að vera frábær á tímabilinu.

Lokatölur 1-1 og frábært stig fyrir West Brom; fyrsta stigið sem Allardyce tekur sem stjóri liðsins. Liverpool er áfram á toppnum en bara með þriggja stiga forskot á Everton. West Brom er í 19. sæti með átta stig.

Klukkan 19:15 verður flautað til leiks í leik Wolves og Tottenham. Smelltu hér til að skoða byrjunarliðin.

Önnur úrslit:
England: Leeds heppnir að vinna gegn Burnley
England: Fjögurra marka jafntefli hjá West Ham og Brighton
Athugasemdir
banner
banner