Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 27. desember 2020 13:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti UEFA ekki hlynntur evrópskri Ofurdeild
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um mögulega Ofurdeild þar sem mörg af sterkustu knattspyrnufélögum Evrópu myndu mætast í deildakeppni.

Félögin myndu þá yfirgefa deildirnar sínar til að spila í Ofurdeildinni. Þetta myndi gjörbreyta knattspyrnuheiminum eins og við þekkjum hann í dag og er Aleksander Ceferin, forseti UEFA, gegn þessari hugmynd.

Florentino Peres, forseti Real Madrid, er mjög spenntur fyrir þessari deild rétt eins og stjórnendur annarra stórliða.

„Evróska Ofurdeildin hefur verið draumur Florentino síðustu 30 ár, síðan áður en hann starfaði í knattspyrnuheiminum. Þetta er hugmynd sem gæti eyðilagt smærri lið, þetta væri einungis gott fyrir stórliðin," sagði Ceferin, sem telur mörg stórlið vera gegn þessari hugmynd.

„Forsetaframbjóðendur Barcelona eru gegn þessari hugmynd. Bayern, Juve og ensku félögin hafa einnig sagst vera á móti þessu."

Þessi ummæli Ceferin eiga sér þó ekki mikla stoð í raunveruleikanum þar sem Joan Laporta, tilvonandi forseti Barca, hefur talað vel um hugmyndina um Ofurdeild, rétt eins og Andrea Agnelli forseti Juventus.
Athugasemdir
banner
banner