Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. desember 2020 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum leikmaður Wolves: Gæðin í dómgæslunni gætu ekki verið minni
Mynd: Getty Images
Tottenham leiðir gegn Wolves í leik sem núna stendur yfir í ensku úrvalsdeildinni.

Það var Tanguy Ndombele sem skoraði mark Tottenham strax í byrjun leiks.

Í byrjun seinni hálfleiks vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar portúgalski táningurinn Fabio Silva féll í teignum eftir einvígi við Eric Dier, varnarmann Tottenham.

Paul Tierney, dómari leiksins, dæmdi ekki vítaspyrnu og það var ekki heldur dæmt eftir VAR-skoðun.

Karl Henry, fyrrum leikmaður Wolves, tjáði sig um atvikið á Twitter og hann var vægast sagt ekki sáttur. „Þetta er vítaspyrna... ef dómari horfir á endursýningar af augljósu broti og sér það ekki þá á hann ekki að dæma í atvinnumannafótbolta, hvað þá í ensku úrvalsdeildinni," skrifar Henry og bætir við að gæðin í dómgæslunni í deildinni gætu ekki verið lægri.

Atvikið má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner