Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. desember 2020 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary segist einn af fjórum sem hægt sé að stóla á tíu mörk frá
Vill ekki fara frá ÍBV
Gary í leik með ÍBV á síðustu leiktíð.
Gary í leik með ÍBV á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski sóknarmaðurinn Gary Martin var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Hann var þar spurður út í framtíð sína hjá ÍBV, en hann hefur verið orðaður við önnur félög á síðustu mánuðum.

„Ég mun koma aftur til Íslands í byrjun mars eða um miðjan mars," sagði Gary.

„Í augnablikinu fer ég til Vestmannaeyja þar sem ég er með samning þar. Þið þekkið fótbolta. Allir þurfa sóknarmann sem getur skorað í efstu deild. Það eru aðeins fjórir (sóknarmenn) sem geta pottþétt skorað 10 mörk eða meira á tímabili; Mikkelsen, Lennon, Patrick og ég. Hilmar (Árni Halldórsson) getur það líka en hann er ekki sóknarmaður."

„Ég er ánægður í ÍBV og fólk þarf að skilja það. Ég vil ekki fara og ef ég á að gera það, þá þarf það að vera þess virði. Ég sé ekki fyrir mér að ég muni fara. Ef ÍBV vill að ég fari og það er þess virði fyrir mig þá mun ég skoða það."

„Ég fékk skrýtin skilaboð þegar ég var í fríi um Kórdrengi og Selfoss. Selfoss hafði klárlega áhuga, en ég veit að ÍBV myndi aldrei selja mig til félags í sömu deild," sagði Gary.

Gary sér fyrir sér að vera áfram með ÍBV og hjálpa liðinu upp úr Lengjudeildinni næsta sumar.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Áramótakæfan 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner