Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. desember 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grealish í hópi þeirra sem trúa ekki Saka
Mynd: Getty Images
Enska ungstirnið Bukayo Saka skoraði þriðja markið í 3-1 sigri Arsenal gegn Chelsea er liðin mættust í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni.

Saka virtist ætla að gefa boltann inní vítateiginn en skotið flaug þess í stað yfir Edouard Mendy markvörð og í stöngina og inn. Þetta leit ekki út fyrir að hafa verið gert viljandi hjá Saka, þó táningurinn sjálfur haldi því fram.

Geoff Shreeves, fréttamaður Sky Sports, spurði Saka að leikslokum hvort hann hafi verið að reyna að skora og svaraði ungstirnið játandi. Það eru margir sem trúa ekki orðum Saka, en hann birti mynd af sér að fagna markinu á Twitter og fékk svar frá landsliðsfélaga sínum Jack Grealish.

„Ég sá hann fara af línunni," skrifaði Saka með myndbirtingunni.

„Þú ert alltof fyndinn maður! Lygari," svaraði Grealish inn á milli skellihlæjandi tjákna.

Sjáðu svar Saka í beinni útsendingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner