Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 27. desember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi með betra sigurhlutfall en Coleman sem fyrirliði
Mynd: Getty Images
Everton gengur mun betur þegar Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið, frekar en þegar Seamus Coleman er fyrirliði liðsins.

Coleman hefur ekki verið með í síðustu leikjum Everton og hefur Gylfi þá verið með fyrirliðabandið í hans fjarveru.

Það hefur gengið vel og hefur Gylfi til að mynda sjálfur skorað sigurmörk í leikjum gegn Chelsea og Sheffield United. Hann var hetjan gegn Sheffield United í gær.

Tölfræðingurinn SuperStatto segir frá því á Twitter að Everton hafi unnið 59,09 prósent leikja sinna þegar Gylfi er fyrirliði en til samanburðar 39,64 prósent leikja sinn þegar Coleman er fyrirliði.

Þess ber þó að geta að Gylfi hefur verið fyrirliði Everton í 22 keppnisleikjum og Coleman í 53 keppnisleikjum.


Athugasemdir
banner
banner