Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. desember 2020 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Havertz sammála Werner: Enski boltinn allt öðruvísi
Mynd: Getty Images
Þýsku landsliðsfélagarnir Kai Havertz og Timo Werner voru keyptir til Chelsea í sumar fyrir svimandi háar upphæðir en hvorugur þeirra hefur verið að standa sig sérlega vel undir stjórn Frank Lampard.

Werner sagði í viðtali á dögunum að enski boltinn sé allt öðruvísi heldur en sá þýski og tók Havertz undir þau orð í viðtali nokkrum dögum síðar.

„Ég er 100% sammála Timo (Werner), enski boltinn er mjög frábrugðinn þeim þýska. Ég get ekki sagt að gæðin séu meiri hér eða þar, leikurinn er bara allt öðruvísi," sagði Havertz.

„Í Þýskalandi fá leikmenn meiri tíma á boltanum og ég nýtti mér það til að finna réttu sendinguna. Ég virðist ekki hafa tíma fyrir það í enska boltanum því allir eru á fleygiferð. Leikmenn eru alltaf á sprettinum, þetta er miklu harðari og grimmari fótbolti.

„Hérna eru kannski tvö eða þrjú lið sem spila boltanum meðfram jörðinni alltaf á meðan restin sparkar honum fram og leggur metnað í að vinna seinni boltann. Þetta er varla til í Þýskalandi og það tekur tíma að venjast."


Havertz er aðeins búinn að skora 1 mark í 13 deildarleikjum með Chelsea. Werner er kominn með 4 mörk í 15 leikjum.

Chelsea er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur með 25 stig eftir 15 umferðir. Liðið er búið að tapa þremur af síðustu fjórum deildarleikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner