Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 27. desember 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Bjarki og Óttar spiluðu gegn toppliðinu
Mynd: Venezia
Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magnús Karlsson spiluðu báðir er Venezia tapaði heimaleik gegn toppliði Serie B deildarinnar á Ítalíu, Salernitana.

Bjarki Steinn lék allan leikinn á miðju Venezia og kom Óttar Magnús inn af bekknum á 52. mínútu í stöðunni 0-2. Andre Anderson gerði bæði mörk Salernitana í jöfnum fyrri hálfleik en leikurinn gjörbreyttist eftir leikhlé.

Heimamenn í Feneyjum tóku öll völd á vellinum og voru vaðandi í færum en það dugði ekki til og urðu lokatölur 1-2 fyrir Salernitana, þrátt fyrir gífurlega yfirburði Venezia í síðari hálfleik.

Bjarki og Óttar hafa ekki verið að fá mikinn spiltíma á Ítalíu en það gæti verið að breytast.

Venezia er í baráttu um umspilssæti með 23 stig eftir 15 umferðir.

Venezia 1 - 2 Salernitana
0-1 Andre Anderson ('34)
0-2 Andre Anderson ('38)
1-2 D. Crnigoj ('90)

Albert Guðmundsson var þá ónotaður varamaður er AZ Alkmaar gerði 2-2 jafntefli við Utrecht í hollenska boltanum.

Theódór Elmar Bjarnason var ekki í hóp hjá Akhisarspor sem tapaði heimaleik gegn Giresunspor í B-deild tyrkneska boltans.

Utrecht 2 - 2 AZ Alkmaar

Akhisarspor 0 - 1 Giresunspor

Athugasemdir
banner
banner
banner