Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 27. desember 2020 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Wolves mega ekki fara út í búð
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves er búið að banna leikmönnum sínum að fara út meðal almennings til að forðast Covid-19 smit.

Leikmenn Wolves mega ekki fara í næstu matvöruverslun að kaupa í matinn af ótta við að smitast af veirunni skæðu. Þess í stað skrifa leikmenn niður innkaupalista og starfsmenn á vegum félagsins sjá um að versla í matinn.

Covid herjar á England um þessar mundir þar sem Liverpool er eina borgin sem leyfir áhorfendur á íþróttaviðburðum þessa dagana vegna smærra hlutfalls smita.

„Við verðum að vernda okkur frá þessari veiru. Það er leiðinlegt að taka hluta af einstaklingsfrelsi í burtu frá leikmönnum en það væri leiðinlegra að sjá hálft liðið smitað. Þess vegna var ákveðið að hvorki leikmenn né fjölskyldur megi fara út á meðal almennings," sagði Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves.

„Við sem störfum í knattspyrnuheiminum erum heppnir að njóta mikilla forréttinda. Heilsa knattspyrnumanna skiptir gífurlegu máli og við gerum okkar besta til að halda okkar mönnum heilum."
Athugasemdir
banner