Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. desember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raymond Domenech stýrir Nantes út tímabilið
Mynd: Getty Images
Raymond Domenech hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari franska knattspyrnufélagsins Nantes. Hann tekur við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.

Domenech gerði garðinn frægan sem þjálfari Lyon frá 1988 til 1993 en eftir það tók hann við U21 landsliði Frakka í rúman áratug. Hann stóð sig vel þar og tók við franska A-landsliðinu í kjölfarið, þar sem hann var við stjórnvölinn frá 2004 til 2010.

Domenech hefur síðan þá þjálfað áhugamannalandslið Bretaníu héraðsins, sem er staðsett í vestasta hluta Frakklands.

Domenech hrökklaðist úr starfi sínu sem landsliðsþjálfari Frakka með skömm eftir skelfilegan árangur á EM 2008 og HM 2010. Hann stýrði Frökkum þó alla leið í úrslit á HM 2006.

Domenech býr yfir mikilli reynslu úr knattspyrnuheiminum eftir að hafa leikið meðal annars fyrir Lyon, PSG og franska landsliðið á ferli sínum sem atvinnumaður.

Nantes er í fallbaráttu frönsku deildarinnar, með 15 stig eftir 17 umferðir.

Til gamans má geta að Domenech hefur ekki stýrt félagsliði í 27 ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner