Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. desember 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Real Madrid vill kaupa Foden
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Phil Foden, Paul Pogba, Christian Eriksen, Luka Jovic, Marcel Sabitzer og Julian Brandt eru meðal leikmanna sem koma fyrir í slúðurpakka dagsins. Janúarglugginn opnar eftir nokkra daga og verður áhugavert að fylgjast með leikmannamarkaðinum í vetur.


Real Madrid hefur áhuga á að krækja í Phil Foden, 20 ára ungstirni Manchester City og enska landsliðsins. Foden er talinn vilja meiri spiltíma og hafa æðstu menn hjá Real mikinn áhuga á honum. (Mirror)

Juventus er tilbúið til að bjóða 50 milljónir punda í Paul Pogba, 27 ára miðjumann Manchester United. (Eurosport)

Leeds og Brighton hafa áhuga á Sam Johnstone, 27 ára markverði West Bromwich Albion. (Sun)

Leikmannahópur Arsenal hefur sundrast vegna meðhöndlunar á Mesut Özil, 32 ára miðjumanni sem fær ekki spiltíma lengur. Hálfur hópurinn stendur með Özil og vill sjá hann fá tækifæri á meðan hinn helmingurinn vonast til að Þjóðverjinn sé búinn að spila sinn síðasta leik í Arsenal treyju. (Telegraph)

Paris Saint-Germain er tilbúið til að bjóða argentínska miðjumanninn Leandro Paredes, 26, í skiptum fyrir Christian Eriksen, 28 ára miðjumann Inter. (Le10Football)

Nuno Espirito Santo kom Adama Traore, 22, til varnar í viðtali í gær eftir nokkuð mistæka byrjun á nýju tímabili hjá kantmanninum öfluga. (Mirror)

Wolves hefur áhuga á Luka Jovic, 22, og Divock Origi, 25, í janúar til að fylla í skarðið í fremstu víglínu eftir að Raul Jimenez höfuðkúpubrotnaði. (Express & Star)

Tottenham hefur áhuga á Marcel Sabitzer, 26 ára miðjumanni RB Leipzig sem rennur út á samningi sumarið 2022. (Bild)

West Brom, Leeds og Burnley vilja öll fá Daniel James, 23 ára kantmann Man Utd, lánaðan til sín í janúar. (Star)

Folarin Balogun, 19 ára sóknarmaður Arsenal, er að renna út á samningi og gæti því skipt um félag næsta sumar. Liverpool hefur sýnt honum áhuga auk ýmissa félaga í Þýskalandi en Þjóðverjar eru þekktir fyrir að gefa ungum leikmönnum mikið af tækifærum. (Star)

Arsenal er enn að íhuga að festa kaup á Houssem Aouar, 22 ára miðjumanni Lyon. Julian Brandt, 24 ára miðjumaður Borussia Dortmund, er einnig sagður meðal efstu nafna á blaði hjá Arsenal. (The Athletic)

Rafael Benitez er meðal efstu nafna á lista hjá stjórnendum Arsenal ef ákveðið verður að láta Mikel Arteta taka pokann. (Express)

Sevilla og AC Milan eru meðal félaga í baráttunni um Florian Thauvin, 27 ára sóknarmann Marseille sem verður falur á frjálsri sölu í sumar. (A Bola)
Athugasemdir
banner
banner
banner