Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. desember 2020 16:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo leiðist: Sakna þess að láta baula á mig
Mynd: Getty Images
Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo heldur áfram að gera frábæra hluti með Juventus þó engir áhorfendur séu á vellinum.

Ronaldo segir að sér finnist leiðinlegt að spila án áhorfenda, hann sakni þess sérstaklega að láta baula á sig.

„Það er leiðinlegt að spila fyrir framan tóman leikvang. Heilsa leikmanna á að skipta höfuðmáli en mér finnst þetta ekki gaman ef ég á að vera heiðarlegur. Ég held áfram að spila því ég elska fótbolta, ég spila fyrir fjölskylduna mína, fyrir börnin mín, fyrir vini mína, fyrir stuðningsmenn, en mér finnst þetta ekki gaman. Það er alltof skrýtið að spila án áhorfenda," sagði Ronaldo á árlegri íþróttaráðstefnu í Dúbaí.

„Ég sakna þess að hafa áhorfendur sem baula á mig. Þegar maður heyrir 'búúúú' um leið og maður snertir boltann. Það hvetur mig áfram að heyra baulin og ég vona að það verði hægt að spila fyrir framan áhorfendur á næsta ári.

„Fótbolti er ekki neitt án áhorfenda."



Athugasemdir
banner
banner
banner