Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. desember 2020 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Liverpool verða að kaupa miðvörð í janúar
Matip fór meiddur af velli í kvöld.
Matip fór meiddur af velli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Van Dijk gæti misst af öllu tímabilinu.
Van Dijk gæti misst af öllu tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Joel Matip fór meiddur af velli þegar Liverpool gerði jafntefli við West Brom í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Matip átti stoðsendinguna að marki Liverpool í fyrri háflelik en fór svo af velli meiddur snemma í seinni hálfleiknum. Inn á í hans stað kom hinn ungi Rhys Williams.

Á þessari stundu er ekki vitað hversu alvarleg meiðslin eru, en miðverðir Liverpool hafa átt í basli með meiðsli á þessari leiktíð. Virgil van Dijk og Joe Gomez verða báðir lengi frá og Matip er oftar en ekki meiddur.

Nathaniel Phillips og Rhys Williams hafa verið að leysa miðvarðarstöðuna fyrir Liverpool og gert það nokkuð vel, en Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir það mikilvægt að félagið fjárfesti í miðverði í janúarglugganum.

„Ég er búinn að segja það síðan Van Dijk meiddist gegn Everton. Joel Matip er of meiðslahrjáður," sagði Carragher en hann telur Liverpool enn besta liðið.



„Eina ástæðan fyrir því að Liverpool vinnur ekki deildina, það er ef það verða vandræði í miðvarðarstöðunum; ef Rhys Williams og Nat Phillips þurfa að spila í langan tíma. Þeir hafa staðið sig vel þegar þeir hafa komið inn í liðið, en þetta er ekki staða fyrir unga leikmenn og þeir munu gera sín mistök. Það gæti kostað Liverpool."

„Ég er ekki að tala um að kaupa miðvörð fyrir 70-80 milljónir punda, ekki endilega einhvern sem fer beint í liðið. Bara svo einhver sé til staðar svo að Liverpool endi ekki með tvo unga stráka í stöðunum... félagið þarf að gera eitthvað í janúar."


Athugasemdir
banner
banner
banner