Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 27. desember 2020 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stóra Sam gengur vel á Anfield - „Fólk mun segja okkur heppna"
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Brom, fer glaður á koddann í kvöld eftir að hafa sótt sitt fyrsta stig sem stjóri West Brom. Hans lærisveinar gerðu 1-1 jafntefli við Liverpool á Anfield.

„Skipulagið var lykillinn að þessu... við vorum þéttir allan leikinn," sagði Allardyce eftir leikinn.

„Við lentum undir snemma en sýndum mikla þrautseigju og sendum boltann betur í seinni hálfleiknum. Ég er glaður að við náðum í stigið og allir leikmennirnir sýndu þann karakter sem við þurfum á að halda til að komast úr fallsæti."

„Mörk eru mikilvæg fyrir okkur og þetta gaf okkur stig vegna þess að við vörðumst svo vel."

„Við reyndum að pirra Liverpool eins mikið og við gátum. Fólk mun segja okkur vera heppna en leikmennirnir börðumst fyrir þessu og nýttu tækifærið undir lokin," sagði Allardyce en honum hefur gengið vel á Anfield upp á síðkastið. Hann hefur ekki tapað í síðustu fjórum deildarleikjum sem hann hefur stýrt á Anfield.

West Brom er í 19. sæti deildarinnar með átta stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner