Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 27. desember 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verstu félagaskiptagluggar í sögunni
Chris Samba í leik með QPR.
Chris Samba í leik með QPR.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í janúargluggann og ákvað Daily Mail því að setja saman verstu félagaskiptaglugga í sögunni. Það er segja tók miðillinn saman lista yfir skelfilega félagaskiptalugga hjá ákveðnum félögum.

Stuðningsmönnum Arsenal, QPR og Real Madrid er bent á að líta frá núna.

QPR, vetur 2013
QPR borgaði í þessum glugga 12,5 milljónir punda fyrir varnarmanninn Chris Samba og gaf honum 100 þúsund pund í vikulaun. Samba olli miklum vonbrigðum og en QPR tókst að fá 12 milljónir punda frá rússneska félaginu Anzhi fyrir hann sumarið eftir.

Félagið samdi líka við Tal Ben Haim, Loïc Rémy og Jermaine Jenas. Þessir leikmenn náðu ekki að hjálpa QPR að forðast fall úr deild þeirra bestu.

Real Madrid, sumarið 2019
Real Madrid er þekkt fyrir það að kaupa ofurstjörnur. Félagið hélt að það væri að fá það fyrir Eden Hazard þegar þeir borguðu fyrir hann 88 milljónir punda (gæti hækkað í 130 milljónir punda). Hazard hefur átt við mikil meiðsli að stríða og engan veginn staðið undir verðmiðanum.

Heilt yfir eyddi Real Madrid 300 milljónum punda í sex leikmenn. Enginn þeirra hefur náð að gera mikið fyrir félagið. Eder Militao, Ferland Mendy og Luka Jovic voru allir keyptir fyrir háar upphæðir og komu brasilísku táningarnir Reinier og Rodrygo á samanlagt 60 milljónir punda. Brassarnir eru efnilegir en hafa ekki enn haft mikil áhrif á aðalliðið.

Þá seldi Real Madrid leikmenn eins og Theo Hernandez og Marcos Llorente, leikmenn sem hafa staðið sig vel annars staðar.

Arsenal, sumarið 2016
Arsenal eyddi sumarið 2016 um 70 milljónum punda í Granit Xhaka og Shkodran Mustafi sem hafa báðir ollið miklum vonbrigðum í London. Sóknarmaðurinn Lucas Perez kom fyrir 17 milljónir punda og var seldur til Spánar ekki löngu síðar.

Félagið seldi svo Serge Gnabry til Þýskalands og það voru stór mistök þar sem hann er í dag öflugur leikmaður í liði Evrópumeistara Bayern München.

Fulham, sumarið 2018
Fulham komst upp í ensku úrvalsdeildina og opnaði heldur betur bankabókina. Félagið eyddi meira en 100 milljónum punda í leikmenn en féll samt beint aftur niður.

Jean Michael Seri, Andre-Frank Zambo Anguissa og Aleksandar Mitrovic kostuðu allir meira en 20 milljónir punda. Anguissa er eini af þessum leikmönnum sem er að gera það gott í liðinu í dag. Markvörðurinn Fabri var settur út úr liðinu eftir tvo hörmulega leiki og Alfie Mawson, Joe Bryan og Maxime Le Marchand voru hluti af verstu vörn deildarinnar.

Celtic, sumarið 1999
John Barnes stýrði Celtic og Kenny Dalglish var yfirmaður knattspyrnumála. Ian Wright kom til félagsins en náði aðeins að skora þrjú mörk. Olivier Tebily skoraði sjálfsmark í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Eyal Berkovic var keyptur fyrir meira en 5 milljónir punda en náði aldrei að heilla og var seldur sumarið 2001 fyrir 1,5 milljónir punda. Verst af öllu voru kaupin á Rafael Scheidt sem var keyptur fyrir næstum því 5 milljónir punda. Hvorki Dalglish né Barnes höfðu séð hann spila en hann var keyptur og fékk 20 þúsund pund í vikulaun. Hann náði sér aldrei á strik fyrir Celtic og var ekki góður fyrir félagið.

Aðrar tilnefningar:
- Tottenham, sumarið 2013
- Man Utd, sumarið 2014
- Chelsea, sumarið 2017
- Liverpool, sumarið 2010
Athugasemdir
banner
banner