Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 28. janúar 2020 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalski bikarinn: AC Milan vann eftir framlengingu
Calhanoglu átti sterka innkomu.
Calhanoglu átti sterka innkomu.
Mynd: Getty Images
Milan 4 - 2 Torino
1-0 Giacomo Bonaventura ('12 )
1-1 Kasper Bremer ('34 )
1-2 Kasper Bremer ('71 )
2-2 Hakan Calhanoglu ('90 )
3-2 Hakan Calhanoglu ('106 )
4-2 Zlatan Ibrahimovic ('109 )

AC Milan er komið í undanúrslit ítölsku bikarkeppninnar eftir sigur á Torino á San Siro í kvöld.

Sjá einnig:
AC Milan minntist Kobe með fallegu myndbandi

Giacomo Bonaventura kom Milan snemma yfir, en Kasper Bremer náði að svara fyrir Torino áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Torino tapaði 7-0 gegn Atalanta um liðna helgi, en þeir áttu betri leik í kvöld. Engin spurning um það. Bremer kom Torino í forystu á 71. mínútu.

AC Milan pressaði eftir markið án þess þó að skapa sér álitleg marktækifæri. Hakan Calhanoglu kom inn á sem varamaður á 82. mínútu og hann náði að jafna metin í uppbótartímanum með skoti sem fór af varnarmanni og inn.

Það þurfti að framlengja og í framlengingunni náði Milan að tryggja sér sigurinn. Calhanoglu skoraði öðru sinni á 106. mínútu og gerði Zlatan Ibrahimovic út um leikinn á 109. mínútu. Lokatölur 4-2 fyrir Milan.

Milan mætir Ítalíumeisturum Juventus í undanúrslitum bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner