Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 28. janúar 2021 15:45
Elvar Geir Magnússon
Tuchel: Brottrekstur Lampard var ekki mér að kenna
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vonast til þess að félagið og stuðningsmenn muni standa þétt saman eftir brottrekstur Frank Lampard.

Þessi 47 ára Þjóðverji var ráðinn stjóri eftir að Lampard var rekinn á mánudag. Hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í markalausu jafntefli gegn Wolves í gær.

Í dag mætti hann svo á fréttamannafund og var meðal annars spurður að því hvort hann teldi að stuðningsmenn væru reiðir yfir brottrekstri Lampard?

„Ég vona ekki því það væri vont gagnvart liðinu. Stuðningsmenn eru nálægt liðinu og þeir skipta miklu máli. Ég veit að það voru vonbrigði fyrir stuðningsmennina að Frank hafi verið rekinn. Ég sjálfur ber mikla virðingu fyrir Frank og var mikill aðdáandi hans þegar hann var leikmaður," segir Tuchel.

„En brottrekstur hans var ekki mér að kenna, ég get ekki breytt stöðu hans. Þessi ákvörðun var tekin og ég fékk tækifærið."

Tuchel segist hafa fengið kveðjur frá Lampard en hann var við stjórnvölinn á Stamford Bridge í 18 mánuði áður en hann var rekinn.

„Chelsea snýst um úrslit. Ég er hingað mættur til að berjast um sigur í öllum keppnum sem við tökum þátt í. Núna er það Meistaradeildin og FA-bikarinn. Það er ekki raunhæft að stefna á sigur í úrvalsdeildinni," segir Tuchel.
Athugasemdir
banner
banner
banner