Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. janúar 2023 22:26
Ívan Guðjón Baldursson
Alexandra í sigurliði - Inter skellti AC Milan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði AC Milan sem tapaði nágrannaslagnum gegn Inter í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir var ónotaður varamaður í liði Inter.


Milan var skráð sem heimaliðið en stelpurnar í Inter voru í talsvert meira stuði og rúlluðu yfir nágranna sína. Staðan var orðin 0-2 eftir stundarfjórðung en Milan tókst að minnka muninn fyrir leikhlé.

Ghoutia Karchouni tvöfaldaði forystu Inter í upphafi síðari hálfleiks og skömmu síðar klúðraði sænska landsliðskonan Kosovare Asllani af vítapunktinum. Í kjölfarið skoraði Tabita Chawinga annað mark sitt í leiknum og urðu lokatölur 1-4 fyrir Inter.

Inter er í fjórða sæti ítölsku deildarinnar með 29 stig eftir 15 umferðir. Milan er í fimmta sæti með 25 stig.

Alexandra Jóhannsdóttir lék þá allan leikinn í 2-0 sigri Fiorentina gegn Pomigliano.

Hin ungverka Zsanett Kajan gerði bæði mörkin í þægilegum sigri. Fiorentina er í þriðja sæti, með 31 stig, fimm stigum eftir toppliði Roma sem á leik til góða.

Milan 1 - 4 Inter

Fiorentina 2 - 0 Pomigliano
1-0 Zsanett Kajan ('20, víti)
2-0 Zsanett Kajan ('69)

Þá voru tvö Íslendingalið sem áttu æfingaleiki í dag þar sem Wolfsburg lagði Häcken að velli á meðan Kristianstad sigraði gegn Växjö.

Sveindís Jane Jónsdóttir er á mála hjá Wolfsburg á meðan Amanda Jacobsen Andradóttir er í herbúðum Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu aðalþjálfari félagsins líkt og hún hefur verið í um 14 ár.

Wolfsburg 1 - 0 Hacken

Kristianstad 3 - 1 Vaxjö


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner