Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 28. janúar 2023 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Deulofeu þarf aðgerð og fer því ekki til Englands
Mynd: EPA

Gerard Deulofeu fer ekki fet fyrir gluggalok þrátt fyrir mikinn áhuga frá Aston Villa og öðrum úrvalsdeildarfélögum.


Deulofeu átti flottan fyrri hluta tímabils með Udinese í ítölsku deildinni en hefur verið að glíma við meiðsli. Hann meiddist aftur í leik liðsins á dögunum og í ljós kom að framherjinn knái þarf að fara í aðgerð.

Deulofeu, sem verður 29 ára í mars, á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Udinese en hann hefur spilað fyrir félög á borð við Barcelona, Sevilla, MIlan og Everton á ferlinum auk þess að eiga fjóra A-landsleiki að baki fyrir Spán. Hann þótti gífurlega mikið efni á sínum tíma þegar hann kom upp úr La Masia unglingaakademíu Börsunga og var algjör lykilmaður í ógnarsterkum unglingalandsliðum - með 32 mörk í 87 landsleikjum. 

Deulofeu er kominn með þrjú mörk og sjö stoðsendingar í 18 leikjum á tímabilinu. Hann hefur verið að spila gríðarlega vel og er óheppinn að eiga ekki fleiri mörk og stoðsendingar það sem af er leiktíðar.

Framherjinn kom aftur úr meiðslum fyrir leik Udinese gegn Sampdoria á dögunum. Hann kom inn af bekknum en entist í tæpan stundarfjórðung áður en hann var tekinn aftur útaf. Í kjölfarið gaf Udinese frá sér yfirlýsingu um að félagið ætlaði að leita sér hjálpar hjá sérfræðingi til að leysa meiðslavandræði Deulofeu. Sá sérfræðingur hefur ráðlagt Deulofeu að fara í aðgerð sem fyrst þar sem hann er með skaddað krossband.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner