Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. janúar 2023 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Tottenham og Man Utd: Sessegnon fjarkaður
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Football London og Manchester Evening News gáfu leikmönnum Tottenham og Manchester United einkunnir eftir leiki kvöldsins í enska bikarnum.


Tottenham heimsótti Preston og vann góðan 0-3 sigur á meðan Man Utd lenti ekki í vandræðum gegn Reading á Old Trafford og urðu lokatölur þar 3-1.

Son Heung-min var bestur í liði Tottenham enda skoraði hann tvennu í leiknum og gerði nýi maðurinn Arnaut Danjuma þriðja markið eftir að hafa komið inn af bekknum.

Yves Bissouma var næstbestur í liði Spurs með 8 í einkunn en vængbakverðirnir voru verstir. Matt Doherty fékk fimmu á meðan Sessegnon átti lægstu einkunnina - 4.

Á Old Trafford var Casemiro bestur með 8 í einkunn fyrir að skora tvennu. Fred kom inn af bekknum til að skora og leggja upp og fær 7 fyrir sinn þátt í sigrinum, sömu einkunn og flestir leikmenn Rauðu djöflanna.

Hollenski bakvörðurinn Tyrell Malacia þótti versti leikmaður Man Utd og fær hann 5 fyrir sinn þátt.

Tottenham: Forster (6), Tanganga (7), Sanchez (7), Lenglet (7), Doherty (5), Sessegnon (4), Bissouma (8), Bentancur (7), Perisic (7), Kulusevski (7), Son (9)
Varamenn: Danjuma (7), Skipp (6), Emerson (5)

Man Utd: De Gea (7), Wan-Bissaka (7), Lindelöf (7), Maguire (7), Malacia (5), Casemiro (8), Eriksen (6), Fernandes (6), Antony (7), Rashford (6), Weghorst (6)
Varamenn: Fred (7), Garnacho (6), Pellistri (6), Elanga (6), Mainoo (6)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner