Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. janúar 2023 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Casemiro með tvö og Carroll sá rautt
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Man Utd 3 - 1 Reading
1-0 Casemiro ('54)
2-0 Casemiro ('58)
3-0 Fred ('67)
3-1 Amadou Mbengue ('72)
Rautt spjald: Andy Carroll, Reading ('66)


Brasilísku miðjumennirnir Casemiro og Fred afgreiddu Reading í enska bikarnum í dag. Manchester United fékk andstæðingana úr Championship deildinni í heimsókn og voru heimamenn óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Marcus Rashford kom boltanum í netið en ekki dæmt mark vegna afrar tæprar rangstöðu í aðdragandanum.

Reading fékk eitt gott færi undir lok fyrri hálfleiks en tókst ekki að stela forystunni, þvert gegn gangi leiksins.

Það var í síðari hálfleik sem fjörið hófst fyrir alvöru. Casemiro skoraði þá með skemmtilegri vippu eftir stungusendingu frá samlanda sínum Antony og fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Casemiro forystuna með flottu skoti utan teigs. Fred, sem var nýkominn inn af bekknum, átti sendinguna á Casemiro í seinna markinu.

Andy Carroll, fyrrum leikmaður Liverpool og Newcastle meðal annars, var í byrjunarliði Reading og fékk hann tvö gul spjöld með stuttu millibili í síðari hálfleik sem urðu til þess að hann var rekinn útaf.

Fred innsiglaði svo sigur Rauðu djöflanna strax eftir rauða spjaldið með laglegri hælspyrnu á 66. mínútu. Bruno Fernandes gaf lága fyrirgjöf og kláraði Fred skemmtilega með hælnum.

Tíu leikmenn gestanna voru ekki á því að leggjast í jörðina og náðu að minnka muninn skömmu eftir þriðja mark Man Utd. Lokakaflinn var opinn og skemmtilegur þar sem bæði lið reyndu að skora en inn vildi boltinn ekki og sanngjarn sigur Man Utd staðreynd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner