lau 28. janúar 2023 21:46
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Dagur skoraði - Elías komst ekki á blað í stórsigri
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: NAC Breda

Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn og skoraði eina mark OH Leuven í 1-1 jafntefli gegn St. Truiden í efstu deild belgíska boltans.


St. Truiden tók forystuna snemma leiks og jafnaði Jón Dagur metin í upphafi síðari hálfleiks. 

Aðeins eitt stig skilur liðin að í baráttunni um að enda í efri hluta deildarinnar.

Í B-deildinni var Kolbeinn Þórðarson í byrjunarliði Lommel SK sem gerði jafntefli við Dender. Kolbeinn spiaði fyrstu 57 mínútur leiksins og var tekinn útaf þegar staðan var enn markalaus.

Lommel er í fjórða sæti deildarinnar og í baráttu um að komast upp í efstu deild.

Leuven 1 - 1 St. Truiden
0-1 D. Hayashi ('9)
1-1 Jón Dagur Þorsteinsson ('53, víti)

Lommel 1 - 1 Dender

Í Grikklandi voru Samúel Kári Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson báðir í byrjunarliði Atromitos sem heimsótti Giannina í efstu deild.

Heimamenn í Giannina byrjuðu betur og tóku forystuna en Atromitos var sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Samúel og Viðar spiluðu fyrstu 58 mínúturnar og var skipt útaf í stöðunni 1-0 en lokatölur urðu 1-1.

Atromitos er um miðja deild með 25 stig eftir 20 umferðir.

Í B-deild hollenska boltans var Elías Már Ómarsson í byrjunarliði NAC Breda en tókst ekki að skora í 5-1 stórsigri gegn varaliði AZ Alkmaar. 

Breda er í baráttu um umspilssæti, með 31 stig eftir 22 umferðir.

Giannina 1 - 1 Atromitos

NAC Breda 5 - 1 Jong AZ

Að lokum var Andri Fannar Baldursson ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli NEC Nijmegen gegn Sparta Rotterdam í efstu deild hollenska boltans. Nijmegen er þar í efri hlutanum, sjö stigum frá Evrópubaráttunni.

Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi Slask Wroclaw sem tapaði heimaleik gegn Zaglebie í efstu deild pólska boltans. Wroclaw er í neðri hlutanum með 21 stig eftir 18 umferðir.

Nijmegen 1 - 1 Rotterdam

Slask Wroclaw 0 - 3 Zaglebie


Athugasemdir
banner
banner