Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. janúar 2023 22:37
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: Dalvík tapaði fyrir varaliði Þórs
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Síðustu leikjum dagsins á íslenska undirbúningstímabilinu er lokið en þeir fóru fram í Boganum á Akureyri.


KFA hóf kvöldið með 3-2 sigri á KF þökk sé tvennu frá William Marques í fyrri hálfleik. Marteinn Már Sverrisson gerði þriðja markið undir lok fyrri hálfleiks og var síðari hálfleikurinn spennandi.

Grétar Áki Bergsson minnkaði muninn fyrir KF í síðari hálfleik og skoraði Ljubomir Delic svo aftur á lokakaflanum en það dugði ekki til. KF mistókst þar með að tryggja sér 2. sæti riðilsins.

KF er í öðru sæti með 6 stig en KFA er í neðsta sæti með 3 stig og á eftir að spila einn leik í viðbót, við Magna. Sigurvegarinn úr viðureign KFA og Magna getur náð öðru sætinu.

KFA 3 - 2 KF
1-0 William Suárez Marques ('17)
2-0 William Suárez Marques ('21)
3-0 Marteinn Már Sverrisson ('40)
3-1 Grétar Áki Bergsson ('60)
3-2 Ljubomir Delic ('81)

Þá var Dalvík/Reyni skellt af varaliði Þórs þar sem Atli Þór Sindrason skoraði tvennu í fyrri hálfleik. Bjarmi Már Eiríksson setti þriðja markið snemma í síðari hálfleik og náðu Dalvíkingar aðeins einu marki til baka.

Númi Kárason gerði fánamarkið á 80. mínútu og er ljóst að Dalvíkingar geta ekki mögulega endað í öðru sætinu sem þeir hefðu svo gott sem tryggt sér með sigri hér.

Varalið Þórs mun spila úrslitaleik við Völsung uppá 2. sæti riðilsins.

Dalvík/Reynir 1 - 3 Þór 2
0-1 Atli Þór Sindrason ('6)
0-2 Atli Þór Sindrason ('45)
0-3 Bjarmi Már Eiríksson ('57)
1-3 Númi Kárason ('80)


Athugasemdir
banner
banner
banner