Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 28. janúar 2023 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Skriniar fer til PSG á frjálsri sölu
Mynd: Getty Images

Sky á Ítalíu greinir frá því að Milan Skriniar muni fara til Frakklandsmeistara PSG á frjálsri sölu í sumar eftir að Inter hafnaði síðasta kauptilboðinu.


Fabrizio Romano tekur undir þessar fregnir en telur góða möguleika á því að franska stórveldið bjóði aftur í Skriniar fyrir gluggalok. Inter er sagt vilja 20 milljónir evra fyrir miðvörðinn.

Skriniar, sem á 28 ára afmæli í febrúar, hefur verið lykilmaður í liði Inter síðustu sex ár.

Hann á 11 mörk í 242 leikjum fyrir Inter auk þess að vera fyrirliði slóvakíska landsliðsins með 58 leiki að baki.

Manchester United og Tottenham eru meðal félaga sem hafa verið orðuð við Skriniar en PSG leiddi alltaf kapphlaupið.


Athugasemdir
banner
banner