Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 28. janúar 2023 22:12
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sigrar hjá Sevilla og Betis
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Sevilla var að vinna annan deildarleikinn í röð og þann þriðja í síðustu fjórum umferðum.


Liðið er því loksins komið burtu úr fallbaráttunni en situr enn í neðri hluta deildarinnar, með 21 stig úr 19 leikjum. 

Sevilla fékk botnlið Elche í heimsókn í kvöld og tók forystuna í fyrri hálfleik. Gestirnir misstu mann af velli með rautt spjald skömmu fyrir leikhlé og nýttu heimamenn í Sevilla sér það til hins ýtrasta. Pedro Bigas fékk spjaldið fyrir að brjóta af sér sem aftasti varnarmaður.

Þeir bættu tveimur mörkum við á síðustu mínútunum fyrir leikhlé og leiddu því 3-0. Sevilla óð í færum í seinni hálfleik en tókt ekki að auka forystuna.

Sevilla 3 - 0 Elche
1-0 Youssef En-Nesyri ('29)
2-0 Marcos Acuna ('43)
3-0 Youssef En-Nesyri ('45)
Rautt spjald: Pedro Bigas, Elche ('41)

Real Betis var þá að næla sér í dýrmæt stig á útivelli gegn fallbaráttuliði Getafe sem var að tapa fjórða deildarleiknum í röð. 

Betis var með nokkra yfirburði í tíðindalitlum leik og tókst ekki að koma boltanum í netið fyrr en undir lokin. Borja Iglesias skoraði þá af vítapunktinum.

Betis er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti, með 31 stig eftir 18 umferðir.

Getafe 0 - 1 Real Betis
0-1 Borja Iglesias ('86, víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner